UEFA.com valdi líklegt byrjunarlið Íslands á EM
UEFA birti á vef sínum, UEFA.com, hugsanleg byrjunarlið þjóða sem leika á á EM í Frakklandi næsta sumar. Ekki kemur fram á hverju UEFA byggir valið en líklega er valið ákvarðað af byrjunarliðum þjóðanna í undankeppninni.
Íslenska liðið er þannig skipað að Hannes Þór Halldórsson er í markinu, í vörninni eru Ari Freyr Skúlason, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson.
Á miðjunni eru Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Í framlínunni má svo finna Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson. Þá er tekið fram að Alfreð Finnbogason sé líklegur að fá sæti í byrjunarliðinu.
Smelltu hérna til að sjá spá UEFA.com um byrjunarlið á EM 2016.
Það er dregið á laugardaginn í riðla í lokakeppninni og kemur þá í ljós hvaða þjóðum Ísland mætir í Frakklandi. Drátturinn hefst klukkan 17:00.