Námskeið um gerð æfingaáætlana
KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.
Námskeiðið er frá kl. 9:00-14:00 og verður haldið í húsakynnum KSÍ í Laugardalnum. Námskeiðsgjald er 15.000kr, innifalið eru öll námsgögn og léttur hádegisverður.
Einungis þjálfarar með UEFA A og UEFA Pro þjálfararéttindi geta setið námskeiðið og veitir það 7 endurmenntunarstig á UEFA A þjálfaragráðunni.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is
Nánari lýsing á námskeiðinu
· Þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu
o Gerð þjálfunaráætlana og markmið þjálfunar
o Afgerandi þættir varðandi þjálfun og þjálfunaraðlögun
§ § Magn – Ákefð – Tíðni
o Hámarksþóknun þjálfunar
o Orkukerfin
· Stigvaxandi og þrepaskipt æfingahleðsla yfir æfinga- og knattspyrnutímabil í knattspyrnu
o Tegundir þjálfunaráætlana
o Ársáætlun (heildarhringur)
o Mánaðaráætlun (hlutahringur)
o Vikuáætlun (örhringur)
o Þjálfunarstund (ein eining)
· Vinnugögn fyrir æfinga- og keppnistímabil á Íslandi (kennslubók og vinnugögn fylgja)
o Farið yfir möguleika á uppsetningu á einu æfinga- og keppnistímabili með markvissri þrepaskiptingu á einstökum tímabilum
§ Þátttakendur vinna efnið á tölvur út frá vinnugögnum með þrepaskiptri þjálfunarhleðslu og hámarksþóknun þjálfunar innan einstakra tímabila.
Kennari á námskeiðinu er Janus Friðrik Guðlaugsson.