• fim. 03. des. 2015
  • Landslið

Ísland í 36. sæti á heimslista FIFA

Island A karla stemmari

Íslenska karlalandsliðið fer niður um 5 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Ísland vermir nú 36. sæti listans en var í 31. sæti seinast þegar listinn var birtur. Svíar tóku stórt stökk að þessu sinni en þeir eru í 35. sæti eftir að hoppa upp um 10 sæti frá seinasta lista. Danir eru í 42. sæti listans en þeir falla um 7 sæti. 

Belgía heldur toppsætinu en Argentína fer upp í 2. sætið og þá kemur Spánn í 3. sætinu eftir að fara upp um 3 sæti. 

Líbería er það lið sem tók mesta fallið en liðið féll um 21 sæti að þessu sinni en Líbía á hástökkið að eftir að hoppa upp um 32 sæti á listanum.

Smelltu hérna til skoða listann í heild.