U21 karla - Ísland mætir Katar í janúar
Knattspyrnusamband Íslands og Katar hafa komist að samkomulagi um að leika vináttulandsleik á milli U23 ára landsliða karla.
Leikið verður í Belek í Tyrklandi 6. janúar næstkomandi en Ísland mun senda leikmenn sem skipa U21 landsliðið. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða er ljóst að ekki eiga allir þeir leikmenn, sem leika með erlendum félagsliðum, möguleika á að taka þátt í þessu verkefni.
U23 landslið þjóðanna hafa ekki mæst en U21 landsliðin mættust tvisvar árið 1986 þar sem Katar vann annan leikinn 1 – 0 en hinum leiknum lauk með markalausu jafntefli.