Styrkleikaflokkar fyrir EM 2016 klárir
Það varð ljóst í gær hvaða þjóðir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM en Svíþjóð og Úkraína voru seinustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti eftir umspil. Ísland er í styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi.
Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppni EM þann 12. desember í Frakklandi og þá kemur í ljós með hvaða liðum Ísland mun leika gegn í lokakeppninni.
1. styrkleikaflokkur:
Frakkland
Spánn
Þýskaland
England
Portúgal
Belgía
2. styrkleikaflokkur:
Ítalía
Rússland
Sviss
Austurríki
Króatía
Úkraína
3. styrkleikaflokkur:
Tékkland
Svíþjóð
Pólland
Rúmenía
Slóvakía
Ungverjaland
4. styrkleikaflokkur:
Tyrkland
Írland
Ísland
Wales
Albanía
Norður Írland