Tap gegn Slóvakíu
Ísland tapaði í kvöld 3-1 gegn Slóvakíu en um var að ræða vináttulandsleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi.
Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir á 8. mínútu með laglegu marki úr vítateig Slóvakíu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og Ísland leiddi 1-0 í leikhléi.
Ísland sótti strax í upphafi seinni hálfleiks en það voru Slóvakar sem jöfnuðu metin á 57. mínútu með marki Robert Mak. Hann var aftur að verki stuttu síðar er hann skoraði og kom Slóvakíu í 2-1. Slóvakía gulltryggði svo sigurinn með marki á 83. mínútu en þá skoraði Michal Duris með skoti frá vítateigslínu.
Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn í Slóvakíu.