U17 kvenna – Ísland með Englandi, Serbíu og Belgíu í milliriðli
Ísland er í riðli með Englandi, Belgíu og Serbíu í milliriðli fyrir EM 2016. Efsta liðið fer beint áfram sem og liðið með bestan árangur í 2. sæti fer á lokakeppnina.
Milliriðillinn er leikinn í Serbíu 24. – 29. mars.
Lokakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi í maí á næsta ári.
Undankeppni U17 2016-2017
Það var einnig dregið í forkeppni fyrir næsta EM en lokakeppnin 2016 klárast í maí og tekur svo forkeppnin strax við um sumarið.
Íslensku U17 ára lið kvenna dróst í riðil með Írlandi, Færeyjum og Hvíta Rússlandi í forkeppni EM kvenna 2016-2017. Riðillinn verður leikinn á Írlandi.
Lokakeppnin fer fram í Tékklandi árið 2017.