Tveggja marka tap í Póllandi
Ísland tapaði leik sínum gegn Póllandi 4-2 í kvöld. Ísland komst yfir á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði markið. Pólverjar jöfnuðu metin á 52. mínútu og komust yfir á 66. mínútu leiksins.
Alfreð Finnbogason komst einn í gegn á 69. mínútu og skoraði laglegt mark og var staðan þá 2-2. Robert Lewandowski, einn besti sóknamaður heims, sýndi þá hvers hann er megnugur en hann kom Póllandi yfir á 76. mínútu og svo tryggði hann sigur heimamanna á 79. mínútu með skoti fyrir utan vítateig.
Niðurstaðan 4-2 tap en margir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum.
Næsti leikur Íslands er gegn Slóvakíu á þriðjudaginn og verður leikurinn í beinni á RÚV.