• fim. 12. nóv. 2015
  • Landslið

U19 – Þriggja marka tap gegn Ísrael

U-19-12-nov-2015

Íslenska U19 ára landslið karla beið lægri hlut í viðureign sinni gegn Ísrael í undankeppni EM sem fram fer á Möltu. Ísrael var komið í 2-0 eftir sextán mínútur og íslenska liðið fann ekki svör við sóknarleik Ísraelsmanna í leiknum. 

Ísraelinn Mahamid var íslenska liðinu erfiður en hann skoraði þrennu í leiknum og kom Ísrael í 3-0 á 51. mínútu leiksins. Íslenska liðið var 4-0 undir á 56. mínútu en þá skoraði Ísrael úr vítaspyrnu. Sveinn Aron Guðjohnsen minnkaði muninn í 4-1 á 67. mínútu leiksins með laglegu marki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum því með 4-1 sigri Ísraels.

Seinasti leikur Íslands er á sunnudaginn gegn Möltu.