U17 kvenna mætir Finnum klukkan 12:00 - Byrjunarlið Íslands
Íslenska U17 ára lið kvenna leikur seinasta leik sinn í undankeppni EM í dag klukkan 12:00.
Ísland er þegar búið að tryggja sig áfram í næstu umferð en tvö lið fara beint áfram í næsta riðil. Ísland og Finnland eru með 6 stig eftir tvo leiki en leikurinn í dag segir til um hvaða lið vinnur okkar riðil.
Hægt að er að fylgjast með leiknum á vef UEFA
Byrjunarliðið gegn Finnum:
Markmaður: Telma Ívarsdóttir
Vörn: Dröfn Einarsdóttir Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, Guðný Árnadóttir, Eyvör Halla Jónsdóttir
Miðja: Agla María Albertsdóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Ísold Rúnarsdóttir, Aníta Lind Daníelsdóttir
Framherji: Guðrún Gyða Haraldz