• sun. 25. okt. 2015
  • Landslið

Kvennalandsliðið mætir Slóveníu - Byrjunarlið Íslands í dag

Island-A-kvenna-2015-1

Kvennalandsliðið leikur gegn Slóveníu í undankeppni EM í dag, mánudag, á útivelli. 

Ísland hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en þeir voru gegn Hvít Rússum á heimavelli og gegn Makedóníu á útivell. Slóvenía er með 3 stig eftir tvo leiki en liðið vann 3-0 sigur á Hvít Rússum á heimavelli en tapaði gegn 0-3 gegn Skotum á útivelli. 

Ísland gæti með sigri náð toppsætinu í riðlinum en Skotland er á toppnum með 6 stig en liðið leikur gegn Makedóníu á morgun, þriðjudag. 

Leikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 17:00 og er hann í beinni á RÚV en einnig verður sagt frá öllu því helsta á Facebook-síðu KSÍ og KSÍ á Twitter.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir 

Hægri bavörður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Anna Björk Kristjánsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir (F)

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir