• lau. 24. okt. 2015
  • Landslið

U17 kvenna- Ísland vann 8 marka sigur í undankeppni EM

Svartfjallaland-2015-008

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í undankeppni EM  en leikið er í Svartfjallalandi. Ísland komst í 5-0 í fyrri hálfleik og fylgdi því eftir með 3 mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 8-0. 

Guðrún Gyða Haralz skoraði fjögur mörk í leiknum. 

Ísland er með 6 stig í riðlinum eftir sigur á Færeyjum og Svartfjallalandi en seinasti leikurinn er á þriðjudaginn gegn Finnum en bæði lið hafa unnið báða sína leiki í undankeppninni. 

Með sigrinum eru stelpurnar okkar komnar í næstu umferð en tvö efstu liðin fara beint áfram úr riðlinum í næsta riðil þar sem 24 lið leika í 6 riðlum.  Það skiptir ekki máli hvernig leikurinn gegn Finnum fer en auðvitað væri gaman að vinna riðilinn.

Ísland 8-0 Færeyjar (5-0) 
Aníta Lind Daníelsdóttir 5. mín. 
Alexandra Jóhannsdóttir 16. mín. 
Guðrún Gyða Haraldz 30,31,47,76. mín. 
Agla María Albertsdóttir 37. mín. 
Ísold Rúnarsdóttir 69. mín.