U17 kvenna - Íslenskur sigur gegn Svartfjallalandi
Íslenska U17 ára lið kvenna vann öruggan 3-0 sigur á Svartfjallalandi í undankeppni EM. Mörkin létu aðeins á sér standa en flóðgáttir brustu á 66. mínútu en þá skoraði Aníta Daníelsdóttir fyrsta mark leiksins.
Á 68. mínútu kom Hlín Eiríksdóttir Íslandi í 2-0 og tveimur síðar varð staðan orðin 3-0 en þá skoraði Guðrún Gyða Haralz og gerði útum leikinn.
Ísland vann því 3-0 sigur í fyrsta leik liðsins í riðlinum en næsti leikur er gegn Færeyjum á laugardaginn.
Umfjöllun um leikinn frá Tómasi Þóroddssyni, fararstjóra:
Íslenska U17 ára kvennalandsliðið spilaði fyrsta leik sinn í undakeppni Evrópumótsins í dag, en leikið er í Svartfjallalandi. Leikið var gegn heimamönnum og fór leikurinn fram a þjóðarleikvangi þeirra, Hidromol. Það er sögulegt að leikið sé á þessum velli því eingöngu hafa A landsliðin spilað þar auk U-21 árs lið karla.
Fyrsta færi leiksins fengu heimamenn, en Telma varði vel. Á 14. mín skoraði Agla María, en dómarinn dæmdi hana rangstæða. Í næstu sókn fékk Agla María gott færi eftir undirbúning frá Ásdísi, en Svartfellingar björguðu i horn. Tveimur minutum seinna fekk Agla María aftur gott færi en markmaðurinn varði. Á 18. mínútu skoraði Agla María, en var dæmd rangstæð. Þremur mínútum fyrir hálfleik fengu Íslendingar ágætt færi eftir góða sókn. Mínútu seinna voru íslensku stelpunar óheppnar að skora ekki eftir nokkur skot á markið. Annars var fyrri hálfleikur nokkuð jafn.
Svartfellingar fengu fyrsta færi seinni halfleiks. En á 4. min slapp Agla María í gegn en markmaður andstæðingana varði mjög vel. Á 50. min kom Guðrún Gyða inn fyrir Ásdísi. Stuttu seinna fékk Guðrún fínt færi eftir góða sokn en frá henni var varið. Á 60. mín kom Aníta Lind inn fyrir Rannveigu.
Aníta tók aukaspyrnu á 65. mín sem var varin. Mínútu seinna skoraði Aníta eftir klafs í vítategnum. Mínútu eftir markið hirti Hlín upp boltann eftir mikla baráttu frá Guðrúnu og staðan orðin 2-0. Mínútu eftir annað markið átti Guðrún góðan sprett, sendi boltann á Hlín sem skaut að marki. Markmaðurinn varði og Guðrún fylgdi á eftir og setti þriðja markið. Staðan orðin 3-0 á þremur mínútum !!
Rakel Leósdóttir kom inn fyrir Hlín á 75. mín. Þegar tvær mín voru eftir átti Dröfn góða sendingu yfir á Anítu sem var óheppin með skot sitt sem fór rétt yfir. Í uppbótartíma slapp Guðrún ein í gegn og var toguð niður rett fyrir utan teig. Aníta tók aukaspyrnuna sem var varin í horn.
Eftir erfiða fæðingu naðu Íslendingar góðum kafla í leiknum og sanngjarn sigur Íslendinga því staðreynd. Næsti leikur er gegn Færeyingum laugardaginn 24. okt kl.11.00 að íslenskum tíma.