Umsóknarglugginn opnar 17. desember
Miðasöluvefur UEFA vegna úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 er nú kominn í loftið og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um miðamál og miðasöluna sjálfa fyrir keppnina. Umsóknarglugginn opnar þó ekki fyrr en 17. desember. Dregið verður í riðla í París þann 12. desember, og þá fyrst liggur leikjaniðurröðun fyrir.