Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM 2016
UEFA hefur gefið út styrkleikaflokkana fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016. Röðunin er þó ekki klár fyrir öll liðin, því bíða þarf eftir niðurstöðu úr umspilsleikjunum, sem fram fara í nóvember. Það liggur þó ljóst fyrir að Ísland er í fjórða styrkleikaflokki ásamt Wales, Albaníu og Norður-Írlandi.
![2294145_w2](/media/myndir-2015/large/2294145_w2.jpg)