Tékkland vann A-riðil, Ísland áfram ásamt Tyrklandi
Mikill fögnuður braust út í leikslok á leik Tékklands og Íslands en og það var ljóst að Kasakstan hefði unnið Lettland. Þau úrslit þýða að Tyrkir fara beint á EM, sem liðið með bestan árangur í 3. sæti í undankeppninni, þegar horft er til úrslita í leikjum fimm efstu liða hvers riðils.
Íslendingar og Tékkar höfðu þegar tryggt sér farseðilinn, en Ísland endaði í 2. sæti og Tékkland efst með sigri á Hollandi í Amsterdam. Það fara því þrjú lið beint á EM úr A-riðli en það eru Íslendingar, Tékkar og Tyrkir.
Lokastaðan í riðlinum varð þannig að Tékkar unnu riðilinn með 22 stig, svo kom Ísland með 20 stig, Tyrkir komust einnig áfram vegna góðs árangurs í 3. sæti en liðið fékk 18 stig í keppninni. Holland situr eftir með 13 stig en liðið tapaði 2-3 á heimavelli gegn Tékkum,
Kasakstan gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp fyrir Lettland en Kasakstan vann Letta 0-1 í Lettlandi og fær 5 stig eins og Lettar en sigurinn í kvöld setur Letta í botnsætið og Kasakstan enda í 5. sætinu.
Tyrkir fagna markinu sem tryggði liðinu sæti á EM í kvöld.