• þri. 13. okt. 2015
  • Landslið

Mínútu þögn fyrir leik - leikið með sorgarbönd

European Qualifiers
QUAL_PRT_LRG_FullCol_OnWht

Fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á þriðjudagskvöld verður fórnarlamba sprengjuárásanna í Ankara í Tyrklandi minnst með táknrænum hætti.  Fyrir leikinn verður einnar mínútu þögn á leikvanginum og munu leikmenn beggja liða jafnframt bera sorgarbönd i leiknum.


Árásirnar áttu sér stað síðastliðinn laugardag og samkvæmt fréttum létust um eitt hundrað manns, og á fimmta hundrað særðist.  Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, vottaði tyrknesku þjóðinni samúð sína fyrir hönd íslenska landsliðsins á fjölmiðlafundi á mánudag.