• mán. 12. okt. 2015
  • Landslið

Tveir síðustu leikdagarnir framundan

European Qualifiers
QUAL_PRT_LRG_FullCol_OnWht

Tveir síðustu leikdagarnir í undankeppni EM karlalandsliða 2016 eru framundan, en leikið er á mánudag og þriðjudag.  Sem kunnugt er mætir Ísland Tyrklandi í Konya á þriðjudag og þó fyrir liggi hvaða þjóðir hafna í tveimur efstu sætum riðilsins keppa Íslendingar og Tékkar enn um toppsætið og slagurinn um þriðja sætið er á milli Tyrkja og Hollendinga.


Í riðlum C-G-H er enn keppt um annað sætið, sem gefur beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni.  Á meðal liða sem eru enn í þeirri baráttu eru Norðurlandaþjóðir - Norðmenn og Svíar, en ljóst er að báðar þessar þjóðir eru að minnsta kosti öruggar með sæti í umspili.  Keppni í I-riðli er lokið og þar hafna Danir í þriðja sæti.

Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit stöðu í riðlunum.