Þrír leikir í riðli Íslands í undankeppni EM U21 karla á þriðjudag
Á þriðjudag fer fram heil umferð í riðli Íslands í undankeppni EM U21 landsliða karla, þrír leikir. Ísland og Skotland mætast á Pittodrie Stadium í Aberdeen og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki og hefur leikið tveimur leikjum meira en önnur lið í riðlinum.
Frakkland og Úkraína mætast á sama tíma og Ísland leikur í Skotlandi, en leikur Norður-Írlands og Makedóníu hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Frakkar, Skotar og Makedónar eru með þrjú stig í riðlinum, Norður-Írar með eitt stig, en Úkraínumenn eru án stiga eftir tvo leiki.
Hægt verður að fylgjast með gangi mála í öllum leikjunum á vef UEFA.