• mið. 07. okt. 2015
  • Landslið

Spenna fyrir síðustu tvær umferðirnar

European Qualifiers
QUAL_PRT_LRG_FullCol_OnWht

Þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppni EM karlalandsliða 2016 hafa aðeins fimm þjóðir þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar – Frakkar sem gestgjafar, Austurríkismenn, Englendingar, og svo Tékkar og Íslendingar sem koma úr sama riðlinum.  Það er því ljóst að það verður spenna í öllum riðlum, þar sem efstu tvö lið hvers riðils komast beint í úrslitakeppnina og liðin í þriðja sæti komast í umspil.  Í A-riðli eru sem fyrr segir Ísland og Tékkland þegar komin áfram, en baráttan um efsta sæti riðilsins mun þó halda áfram í þessum næstu tveimur umferðum.  Tyrkir og Hollendingar berjast um 3. sætið og hvorugt liðið má við því að misstíga sig í þeim leikjum sem eftir eru.

UEFA hefur tekið saman yfirlit yfir stöðuna, þ.e. þær þjóðir sem eru þegar komnar áfram, þær þjóðir sem enn eiga möguleika, og svo þær þjóðir sem eiga ekki möguleika á að komast áfram.