• mið. 07. okt. 2015
  • Landslið

Íslenskir eftirlitsmenn á alþjóðlegum leikjum

Leikvangurinn í Álaborg
Aalborg-stadion

KSÍ hefur um árabil kappkostað að vera virkt í innra starfi hjá UEFA og FIFA og á Ísland þannig sína fulltrúa á meðal alþjóðlegra eftirlitsmanna, dómaraeftirlitsmanna og starfsmanna leikja.  Þessi þátttaka, og val UEFA og FIFA á einstaklingum frá Íslandi í alþjóðleg verkefni, er viðurkenning á því starfi.

Eftirlitsmaður á leikjum á vegum UEFA/FIFA er æðsti embættismaður viðkomandi sambands (UEFA/FIFA) á leiknum.

Dómaraeftirlitsmaður á leikjum á vegum UEFA/FIFA metur frammistöðu dómarateymis í viðkomandi leik.

Starfsmaður leiks á vegum UEFA er sérhæfður í ákveðnum þáttum í framkvæmd leiks og er hluti af starfsmannateymi UEFA á viðkomandi leik.

Hér að neðan má sjá yfirlit einstaklinga frá Íslandi sem starfað hafa og/eða munu starfa við leiki á vegum UEFA/FIFA á árinu.

Eftirlitsmenn (Match Delegate)

  • Eggert Magnússon
  • Geir Þorsteinsson
  • Guðmundur Pétursson
  • Klara Bjartmarz
  • Sigurður Hannesson
  • Vignir Þormóðsson
  • Þórir Hákonarson

Dómaraeftirlitsmenn (Referee´s Observer)

  • Eyjólfur Ólafsson
  • Gylfi Þór Orrason
  • Ingi Jónsson
  • Kristinn Jakobsson
  • Pjetur Sigurðsson

Starfsmenn leikja

  • Gunnar Gylfason, vettvangsstjóri (Venue Director), knattspyrnulegir þættir
  • Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi (Media Officer), aðstaða fjölmiðla og þjónusta við fjölmiðla