• þri. 06. okt. 2015
  • Landslið

Þrír af 24 í hópi Tyrkja hjá erlendum félagsliðum

tff-photo

Eins og kunnugt er tekur Ísland á móti Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM karlalandsliða 2016 næstkomandi laugardag.  Þremur dögum síðar fer lokaumferð riðilsins fram og mætir íslenska liðið þá því tyrkneska í Konya i Tyrklandi.  Tyrkneska liðið hafur vaxið eftir því sem á keppnina hefur liðið.  Landsliðsmenn þeirra leika flestir í heimalandinu.


Í 24 manna landsliðshópi Tyrkja, sem tilkynntur var fyrir leikina við Tékkland og Ísland, eru aðeins þrír leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Tveir þeirra leika í Þýskalandi og einn er leikmaður Barcelona á Spáni, Arda Turan, sem er ein helsta stjarna Tyrkja en hefur þó ekki getað leikið fyrir Katalóníuliðið enn sem komið er.  Fimmtán leikmenn samtals koma frá Besiktas, Galatasaray og Fenerbahce.