• þri. 06. okt. 2015
  • Fræðsla

Sérstakir baráttudagar gegn mismunun í Evrópu

FARE Action Weeks 2015
AW2015_Poster-screen4_0000011-724x1024

Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn mismunun í Evrópu.

Undankeppni EM 2016 gefur okkur flott tækifæri til að fylgjast með ferðalagi knattspyrnunnar um Evrópu.  Við hvetjum alla knattspyrnufjölskylduna til að styðja við ákall UEFA um virðingu gagnvart leikmönnum, dómurum, starfsmönnum leiksins og stuðningsmönnum.

Rasismi og önnur mismunum af hvaða tagi sem er á engan tilverurétt í fótbolta - Segjum „nei við rasisma“ og styðjum UEFA og önnur samtök í Evrópu í þessari baráttu!

FARE Action Weeks 2015