Pahars hefur tilkynnt 23 manna hóp sem fer til Íslands
Marian Pahars, þjálfari lettneska landsliðsins, hefur tilkynnt 23 manna hóp fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Sem kunnugt er mæta Lettar Íslandi laugardaginn 10. október, og þeir ljúka síðan keppni með heimaleik gegn Kasakstan þremur dögum síðar.
Af 23 leikmönnum í lettneska hópnum leika 16 með félagsliðum utan heimalandsins. Lettar eru í 5. sæti riðilsins með 4 stig, en Kasakar eru með tvö stig í 6. sæti og því afar mikilvægt fyrir þá að ná stigum í þessum síðustu tveimur leikjum til að hafna ekki í neðsta sæti.