Breytingar á reglugerð FIFA, uppeldis- og samstöðubætur
Í mars 2015 samþykkti FIFA nýjan viðauka við reglugerð FIFA um „Regulations on the status and Transfer of Players“. sem fjallar um innheimtu krafna um uppeldis- og samstöðubætur og leysir af hólmi eldri viðauka sama efnis.
Samkvæmt nýja viðaukanum skulu allar kröfur vegna uppeldis- og/eða samstöðubóta vera innheimtar í gegnum TMS en ekki með faxi eins og áður hefur tíðkast.
Þessi breyting tekur gildi þann 1. október næstkomandi og hefur aðildarfélögum KSÍ þegar verið tilkynnt um breytinguna með dreifibréfi.