• fim. 24. sep. 2015
  • Fræðsla

Rétt viðbrögð vegna höfuðhöggs - myndband

Hofudhogg

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og það á svo sannarlega við í umræðunni um rétta meðhöndlun í kjölfar höfuðhöggs. Rétt viðbrögð í kjölfar höfuðhöggs geta skipt sköpum og KSÍ vill minna á nokkur atriði er þetta varðar.   

Við viljum hvetja fólk til að horfa á þetta myndband sem hér fylgir en í því er góð kennsla í réttum viðbrögðum.   

Hérna má einnig nálgast leiðbeiningar KSÍ um meðferð höfuðhöggs og fyrirlestur sem Reynir Björnsson hélt á Súpufundi KSÍ í fyrra.   

Verum vakandi og minnkum líkur á langvarandi eymslum í kjölfar höfuðhöggs.