A kvenna - Öruggur sigur í fyrsta leik í undankeppni EM
Kvennalandsliðið fer vel af stað í undankeppni EM en liðið vann öruggan 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri en Margrét Lára Viðarsdóttir misnotaði víti í leiknum og leikmenn Hvíta Rússlands áttu fá marktækifæri.
Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir á 30. mínútu eftir laglega sendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur. Ísland sótti nánast allan leikinn en það tók tíma að finna netmöskvanna og hafði úrhellis rigning sitt að segja með gæði leiksins.
Dagný Brynjarsdóttir skallaði knöttinn í markið á 73. mínútu og gerði út um leikinn. Margrét Lára hefði getað skorað eitt í viðbót fyrir Ísland en hún tóka vítaspyrnu sem Ísland fékk á 79. mínútu en brást bogalistin og skaut hátt yfir markið.
Sigur niðurstaðan í fyrsta leik og Ísland komið með fyrstu stigin í undankeppni EM.