U17 ára karla - Riðill fyrir undankeppni EM leikinn á Íslandi
Heill riðill fyrir undankeppni EM U17 karla verður leikinn á Íslandi næstu daga. Um er að ræða landslið skipuð leikmönnum 17 ára og yngri en Ísland er í riðli með Grikklandi, Danmörku og Kasakstan.
Fyrsti leikur Íslands í riðlinum er á morgun, þriðjudag, en þá leika strákarnir okkar gegn Kasakstan á Grindavíkurvelli og hefst leikurinn klukkan 16:00.
Á fimmtudag leikur íslenska liðið við Grikkland á Laugardalsvelli og á sunnudag mætir liðið Danmörku á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.
Fjölmennum á leikina og sjáum framtíðarstjörnur Íslands leika í undankeppni EM.