• fim. 17. sep. 2015
  • Landslið

Tap U19 kvenna gegn Grikkjum

UEFA EM U19 kvenna
WU19_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

U19 kvenna tapaði gegn Grikkjum í öðrum leik sínum í undankeppni EM, en liðin mættust í dag, fimmtudag, á Colovray-leikvanginum við höfuðstöðvar UEFA í Sviss.  Lokatölur voru 2-1 Grikkjum í vil og eru þessi lið bæði með 3 stig eftir tvo leiki.


Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og átti umtalsvert fleiri marktækifæri, en Grikkir skoruðu undir lok hvors hálfleiks um sig og tryggðu sér þannig sigur.  Ingibjörg Sigurðardóttir jafnaði leikinn fyrir Ísland í millitíðinni.


Sviss vann stórsigur í fyrstu umferð, eins og Ísland, og reikna má með að svissneska liðið vinni öruggan sigur á Georgíu í 2. umferð í dag, fimmtudag.  Efstu tvö lið hvers riðils komast áfram í milliriðil.