• fim. 17. sep. 2015
  • Landslið

Hólmfríður með 2 í sigri á Slóvakíu

Holmfridur Magnusdottir

Kvennalandsliðið vann 4-1 sigur á Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni sem en Ísland mætir Hvít Rússum í fyrsta leik riðilsins á þriðjudag.

Sandra María Jessen skoraði fyrsta mark Íslands á 4. mínútu eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur. Annað markið kom á 46. mínútu en það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði það en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Slóvakía minnkaði muninn á 54. mínútu en Ísland náði aftur tveggja marka forystu á 57. mínútu úr víti. Það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið af vítapunktinum.

Hólmfríður Magnúsdóttir var svo aftur á ferð á 76. mínútu er hún skallaði boltann af talsverðu færi í mark Slóvakíu og 4-1 sigur niðurstaðan.

Ísland leikur við Hvít Rússa á þriðjudagskvöld en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM og er gríðarlega mikilvægt að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á íslensku stelpunum.


Ísland 4 - 1 Slóvakía 

1-0 Sandra María Jessen ('4) 

2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('46) 

2-1 Jana Vojteková ('54) 

3-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('57, víti) 

4-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('76)