U19 kvenna - Stórsigur á Georgíu í fyrsta leik
U19 ára landslið kvenna byrjaði vel í undankeppni EM 2016 en liðið vann 6-1 sigur á Georgíu. Íslenska liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Georgía minnkaði muninn undir lok hálfleiksins.
Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik en þá skoraði Ísland 3 mörk og vann að lokum 6-1 sigur. Selma Sól skoraði fyrsta mark Íslands á 3. mínútu, Andrea Celeste kom íslandi í 2-0 með marki á 34. mínútu og Hulda Hrund kom svo liðinu í 3-0. Georgía minnkaði svo muninn á 41. mínútu leiksins. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði á 69. og 73. mínútu og það var svo Bryndís Rún sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma.
Næsti leikur Íslands er gegn Grikklandi á fimmtudaginn en leikurinn hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.