• þri. 08. sep. 2015
  • Landslið

U21 karla - Jafntefli í stormasömum leik

Island---N-Irland-U21-kk-september-2015---0004

Ísland og Norður Írland gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvelli í kvöld, þriðjudag. Haustlægðin settir svip sinn á leikinn en það rigndi duglega og blés á meðan á leik stóð. 

Leikurinn byrjaði ekki byrlega en Norður Írar komust yfir á 2. mínútu leiksins með skallamarki eftir hornspyrnu. Strákarnir okkar náðu smám saman betri tökum á leiknum og náðu að jafna á 38. mínútu með marki Arons Elís Þrándarsonar. Íslenska liðið fékk stuttu síðar dauðafæri til að komast yfir í leiknum en hafði ekki árangur sem erindi. 

Þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða í seinni hálfleik þá kom ekki annað mark og niðurstaðan 1-1 jafntefli. 

Ísland er með 7 stig á toppi riðilsins í undankeppni EM en Norður Írar eru með 1 stig.