• sun. 06. sep. 2015
  • Landslið

Tökum undir með lofsöngnum fyrir leik

Ísland stúka

Við búumst við góðri stemningu í stúkunum á leik Íslands og Kasakstan í kvöld. Stemningin hefur aukist til muna undanfarna leiki og má þakka frábærum liðsmönnum Tólfunnar fyrir sinn þátt í því en almennt er fólk farið að taka betur undir á meðan á leik stendur.

Fyrir leik verður lofsöngur Íslands leikinn eins og vanalega og væri gaman að heyra stúkurnar taka vel undir og syngja með. 

Hér að neðan má sjá texta lofsöngsins og hlekk á lofsönginn með lagi og texta.


Lofsöngur

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!

Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!

Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans

þínir herskarar, tímanna safn.

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár

og þúsund ár dagur, ei meir:

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,

sem tilbiður guð sinn og deyr.

              :; Íslands þúsund ár, ;:

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,

sem tilbiður guð sinn og deyr.


Hérna er hlekkur á lofsönginn ásamt texta.