Ísland mætir Kasakstan klukkan 18:45 - Mætum í bláu á völlinn!
Íslenska A-landslið karla leikur í kvöld við Kasakstan í A-riðli undankeppni EM. Það er mikið undir í leiknum en með hagstæðum úrslitum getur íslenska liðið tryggt sér farseðli á lokakeppni EM í Frakklandi.
Til að það gangi upp þá þarf íslenska liðið eitt stig úr leiknum við Kasakstan nema að úrslitin í leik Tyrklands og Hollands, sem er klukkan 16:00, verði okkur hagstæð.
Allar aðstæður eru góðar fyrir fótbolta, veður er milt og búist við góðu veðri seinni partinn í dag. Við hvetjum alla sem eru að koma á Laugardalsvöllinn á leikinn að mæta tímalega til að losna við bílastæðavandamál og raðir.
Við viljum líka hvetja alla sem eru að mæta að koma í bláum lit til að lita stúkuna og auðvitað hvetja liðið til dáða allan leikinn.
Smelltu hérna til að skoða leikskrá fyrir leikinn.
Góða skemmtun og mætum blá!