• sun. 06. sep. 2015
  • Landslið

ÍSLAND Á EM!

Island-A-EM-2016

Ísland tryggði sér í kvöld sæti á lokakeppni EM í Frakklandi en liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli. Það var ljóst fyrir leikinn að eitt stig myndi tryggja Íslandi sætið og eftir baráttuleik þá náðist það markmið.

Ísland er í efsti sæti A-riðils með 19 stig en Tékkalnad er einnig með sama stigafjölda en Ísland er með mun betri markatölu. Það er ljóst að Tyrkland getur ekki náð Íslandi að stigum þar sem þeir eru með 12 stig og því er Ísland öruggt með annað af efstu sætunum í riðlinum.

Leikmenn og starfsfólk KSÍ vill þakka öllum þeim sem studdu dyggilega við bakið á liðinu í kvöld og í undanförnum leikjum og sérstaklega stuðningsmannasveitinni Tólfunni sem hefur verið frábær í stúkunni.

Til hamingju allt knattspyrnuáhugafólk með sætið á EM!