U21 karla - Ísland vann 3-2 sigur á Frakklandi
Ísland vann í dag 3-2 sigur á Frakklandi í U21 í undankeppni EM karla. Það verður ekki annað sagt um leikinn en að hann hafi verið hinn fjörugasti en auk fimm marka þá var markverði Frakka vísað af velli.
Leikurinn byrjaði fjörlega en á 7. mínútu var Paul Nardi, markmanni Frakka, vísað af velli eftir að hann braut af sér en hann felldi á Ævar Jóhannsson sem var kominn einn í gegn. Oliver Sigurjónsson tók vítið en það var varið. Oliver fékk samt frákastinu og náði að skora og koma Íslandi yfir. Frakkar náðu að jafna á 39. mínútu þegar Aymeric Laporte jafnaði metin.
Ísland komst aftur yfir í upphafi seinni hálfleik en Hjörtur Hermannsson skallaði þá knöttinn laglega í mark Frakka eftir hornspyrnu. Markið kom á 47. mínútu leiksins en eftir markið datt dampurinn aðeins niður hjá báðum liðum.
Á 85. mínútu var svo aftur dæmt víti á Frakka en þá var brotið á Höskuldi í vítateignum. Oliver tók vítið og skoraði af öryggi og Ísland komið í 3-1. Frakkar náðu að skora undir lok leiksins þegar Grejohn Kyei skoraði eftir krafs í vítateig Íslands en Ísland hélt út eftir það og vann góðan 3-2 sigur á sterku liði Frakka.
Næsti leikur er á þriðjudaginn en þá mætir Ísland Norður Írum á Fylkisvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við alla til að mæta á þann leik.