U21 karla - Ísland mætir Frakklandi í dag
Íslenska U21 árs landslið karla leikurí dag, laugardag, við Frakka í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 14:00.
Íslenska liðið hefur leikið einn leik í riðlinum en það var gegn Makedóníu þar sem íslenska liðið vann 3-0 sigur. Franska liðið er mjög sterkt en leikmannahópurinn hefur á að skipa leikmönnum sem unnu HM U20 ára liða árið 2013.
Það má því búast við spennandi leik en Íslenska liðið var í riðli með Frökkum í seinustu U21 undankeppni þar sem fyrri leikurinn endaði 3-4 á Íslandi en síðan gerðu liðin 1-1 jafntefli í fjörugum leik í Frakklandi.
Við hvetjum alla til að koma og sjá framtíðarleikmenn A-landsliðsins etja kappi við sterkt lið Frakka.
Miðasala er við innganginn á Kópavogsvelli og kostar 1000 krónur inn. Frítt er fyrir 16 ára og yngri.
Áfram Ísland!