• fim. 03. sep. 2015
  • Landslið

Íslandi nægir 1 stig úr 3 leikjum til að komast á EM

Island---Tyrkland-2014-3-0-Kolbeinn-Sigthorsson

Íslenska landsliðinu nægir 1 stig til að tryggja sig í lokakeppni EM í Frakklandi eftir leiki kvöldsins. Tékkar unnu Kasakstan 2-1 og eru með 16 stig en Tyrkland og Lettar gerðu 1-1 jafntefli. Holland er með 10 stig, Tyrkir eru með 9, Lettar með 4 og Kasakstan rekur lestina með 1 stig.

Þegar 3 leikir eru eftir þá geta Hollendingar mest náð 19 stigum og Tyrkir 18 stigum. Þessi lið leika á sunnudaginn og endi sá leikur með jafntefli þá væri Ísland búið að tryggja sig áfram áður en Ísland leikur sinn leik sem er seinna um kvöldið við Kasakstan. Holland getur mest náð 19 stigum en ef Ísland nær einu stigi úr leikjunum sem eftir eru þá væri Ísland og Holland jafn mörg stig eða19 en Ísland hefur betur í innbyrðis viðureignum sem ráða á undan markatölu.

Ísland leikur við Kasakstan á sunnudaginn klukkan 18:45 og getur því með jafntefli  í leiknum tryggt sæti sitt í Frakklandi. Sigur eða jafntefli þýðir að úrslitin úr leik Tyrklands og Hollands skipta ekki máli - Ísland væri komið áfram.

Þetta er því í höndunum á okkur sjálfum en Ísland getur komist í ansi góða stöðu, jafnvel í lokakeppni EM, með hagstæðum úrslitum gegn Kasakstan á sunnudaginn.