• fim. 03. sep. 2015
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands á Amsterdam Arena

Island A karla 2015

Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM karla 2016 á Amsterdam Arena í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Á fjórða þúsund Íslendinga verður á leikvanginum, sem tekur tæplega 53 þúsund áhorfendur.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og er gerð ein breyting á því frá síðasta leik í undankeppninni, sem var gegn Tékkum á Laugardalsvelli í júní.  Jón Daði Böðvarsson kemur inn í liðið í stað Emils Hallfreðssonar.  Þetta þýðir að Jóhann berg Guðmundsson, sem lék í fremstu víglínu á móti Tékklandi, færir sig á kantinn, og Jón Daði fer í sóknina.

Íslenska liðið er þannig skipað:
Markvörður
Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður
Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður
Ari Freyr Skúlason
Miðverðir
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson
Hægri kantmaður
Jóhann Berg Guðmundsson
Vinstri kantmaður
Birkir Bjarnason
Framherjar
Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson