• mið. 02. sep. 2015
  • Landslið

Allir leikir riðilsins á sama tíma á fimmtudag

European Qualifiers
QUAL_PRT_LRG_FullCol_OnWht
Það er stór dagur á fimmtudag þegar undankeppni EM karla 2016 heldur áfram.  Í riðli Íslands er heil umferð og fara allir leikirnir fram á sama tíma, eða kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Sem kunnugt er mæta Íslendingar Hollendingum í Amsterdam, á meðan Tyrkir taka á móti lettum og Kasakar heimsækja Tékka.

Tékkar ætla sér að taka sex stig úr næstu tveimur leikjum sínum - gegn Kasakstan heima og Lettlandi á útivelli - og vonast vitanlega til þess að Íslendingar tapi stigum gegn Hollandi.

Tyrkir þurfa nauðsynlega að ná í þrjú stig gegn Lettlandi, því með því og síðan sigri á Hollandi í næstu umferð ná þeir að blanda sér í baráttuna um efstu þrjú sætin af alvöru.

Hollendingar ætla sér að draga á íslenska liðið með sigri í Amsterdam og með sigri á Tyrklandi í næstu umferð myndu þeir ná að setja Tyrkina vel fyrri aftan sig í riðlinum.