• mán. 17. ágú. 2015
  • Dómaramál

Dómarar frá Danmörku, Finnlandi og Wales að störfum

Fjolnir---KR-Pepsi-KK-2015---0402

KSÍ hefur átt í samstarfi síðustu ár við knattspyrnusambönd á Norðurlöndum og Bretlandseyjum varðandi dómaraskipti.  Þannig hafa dómarar komið hingað til lands og dæmt leiki í deildarkeppni og íslenskir dómarar dæmt leiki ytra.  Á næstunni munu dómarar frá Finnlandi og Wales dæma leiki hér á landi.


Finnarnir Petri Viljanen og Mika Lamppu munu starfa á viðureign Þróttar og Fram í 1. deild karla laugardaginn 22. ágúst, og sama dag munu Sandi Putros og Elvis Boric frá Danmörku vera í dómarateyminu á leik Selfoss og Fjarðabyggðar, einnig í 1. deild karla.  Þá verður Iwan Griffith frá Wales dómari á leik Vals og Fylkis í Pepsi-deild karla, sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 24. ágúst.