• fim. 06. ágú. 2015
  • Landslið

A-landslið karla niður um eitt sæti á heimslista FIFA

Island A karla

A-landslið karla féll um eitt sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, fimmtudag. Landsliðið er í 24. sæti listans en það hefur þó ekki leikið síðan seinasti listi var birtur. Albanir fara upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er áfram efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 25. sæti. 

Jamaíka er hástökkvari listans að þessu sinni en liðið fer upp um 21 sæti og er núna í 55. sætinu. Argentína er á toppi listans en Belgar komust aftur í 2. sætið og þá Þýskaland. 

Hollendingar falla um 7 sæti á listanum en Ísland mætir einmitt Hollandi í næsta leik í undankeppni EM.

Styrkleikalistinn