• mið. 05. ágú. 2015
  • Fræðsla

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 14. - 16. ágúst | UPPFÆRT

Fotbolti-kvk

Úrtökumót KSÍ árið 2015 fyrir stúlkur verður haldið á Laugarvatni, dagana 14. - 16. ágúst.  Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna.

Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Dagskrá

Nafnalisti

ATHUGIÐ BREYTTAN NAFNALISTA!

Ferðakostnaður

KSÍ greiðir ferðakostnað á Laugarvatn en mæting er á skrifstofu KSÍ föstudaginn 14. ágúst klukkan 13.00.

KSÍ greiðir kostnað við flug leikmanna til Reykjavíkur, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu KSÍ sem fyrst vegna þess (ath. ef pantað er flug fyrir leikmann þá þarf að panta flug á ÍSÍ fargjaldi). Fyrir þá sem þurfa að panta flug með Flugfélagi Íslands, vinsamlegast hafið sambandi við hópadeildina í síma 5703035 til að bóka flug.

 

Kostnaður við gistingu og fæði

Félög leikmanna greiða kostnað við gistingu og fæði og skal hvert félag greiða kr. 15.000 fyrir hvern þátttakanda. Þessi greiðsla skal berast KSÍ eigi síðar en miðvikudaginn 12. ágúst á reikning KSÍ (0101- 26-700400 / kt. 700169-3679). Nauðsynlegt er að skýring berist með bankagreiðslu (kennitala greiðanda).

Þessi greiðsla er staðfesting á þátttöku leikmanns. Öll forföll skal tilkynna til skrifstofu KSÍ.

Fæði og gisting er í Íþróttamiðstöð Íslands á Laugarvatni.

 

Lokaðar æfingar (leikir)

Æfingar (leikir) á úrtökumótinu eru lokaðar utanaðkomandi aðilum utan þess að þjálfurum og aðstandendum viðkomandi leikmanna er heimilt að vera viðstaddir æfingarnar. Þeir þjálfarar sem óska eftir því að vera viðstaddir æfingar og leiki er bent á að hafa samband við undirritaða í tíma.

 

Þátttakendur þurfa að hafa með sér

Svefnpoka eða sæng, kodda, lak, keppnisútbúnað, æfingagalla, sundföt, handklæði og snyrtidót.