• þri. 04. ágú. 2015
  • Fræðsla

Dagskrá bikarúrslitaráðstefnu KÞÍ 2015

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ
kthi_logo_new

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar, og Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá ensku úrvalsdeildinni. Nánari upplýsingar um þá félaga fá finna hér.

Athygli þjálfara er vakin á því að ráðstefnan veitir 6 endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum.

Dagskrá

10.00     Ávarp formanns KÞÍ

10.10     Uppbygging yngri flokka AZ Alkmaar

Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar

11.30     Sýnikennsla Aloys Wijnker

12.30     Matur

13.15     Elite Player Performance Plan

Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá Premier League í Englandi

14.15     Þjálfarar liðanna sem leika úrslitaleikinn segja frá undirbúningi liðanna

14.45     Kaffi og spáð í leikinn með sérfræðingum

16.00     Bikarúrslitaleikur

Verð á ráðstefnuna er 5.000 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. Verð fyrir þá sem eru ekki félagsmenn er 10.000 krónur. Innifalið í verðinu er hádegismatur og miði á bikarúrslitaleikinn.

Ráðstefnan er opin öllum. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnarbill@ksi.is með upplýsingum um nafn og kennitölu. Ráðstefnan verður haldin í Laugardalnum.