• mán. 03. ágú. 2015
  • Dómaramál

Fyrrum dómarar á faraldsfæti í eftirliti

Domari-2015

Íslenskir dómarar hafa verið á faraldsfæti að dæma leiki í Evrópudeildinni en dómararnir hafa fengið mörg verkefni að undanförnu. Það eru samt ekki bara dómarar sem eru á faraldsfæti en fyrrum dómarar eru einnig í hlutverki eftirlitsmanna á leikjum Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Eftirlitsmenn fylgjast með störfum dómara í leikjunum og gefa skýrslu um störf þeirra. Íslenskir eftirlitsmenn hafa áður starfað sem dómarar og halda áfram að starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar í eftirlitsstörfum, Það er því alls ekki svo að dómarar hætti afskiptum af fótbolta eftir að þeir setja flautuna á hilluna.

Gylfi Orrason var t.a.m. eftirlistmaður á leik Milsami og Skënderbeu í Meistaradeild Evrópu og Kristinn Jakobsson verður eftirlitsmaður í leik FK Željezničar  og R. Standard de Liège í Evrópudeildinni. Aðrir eftirlitsmenn hafa verið á leikjum í Evrópu og verða á næstunni.

Það er því heilmikið að gera hjá þeim dómurum sem eru hættir að dæma í verkefnum fyrir UEFA og FIFA og auðvitað KSÍ.