Dregið í undankeppni HM 2018 á laugardag
Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018 karla á laugardaginn, 25. júlí. Drátturinn mun fara fram í St. Pétursborg í Rússlandi en lokakeppni HM fer einmitt fram í landinu árið 2018.
Ísland er í potti 2 ásamt Ítalíu, Slóvakíu, Austurríki, Sviss, Tékklandi, Frakklandi, Danmörku og Bosníu-Herzegóvínu. Þessi lið geta því ekki dregist saman í riðil.
Drátturinn hefst klukkan 15:00 á laugardaginn og verður hann sýndur beint á RÚV 2 en mótið verður sýnt á RÚV og RÚV 2.
Endanleg leikjaniðurröðun verður tilkynnt klukkan 10:30 á sunnudaginn.