• mán. 20. júl. 2015
  • Landslið

EM 2016 - Hvað gerist næst vegna miðakaupa á lokakeppnina?

Euro-midar-1

Það styttist í lokakeppni EM 2016 sem haldin verður í Frakklandi. Í vor gafst fólki kostur á að sækja um miða á lokakeppnina í gegnum vef mótsins en síðan verður dregið úr umsóknum. 

Drátturinn fyrir þessa miða fer fram í ágúst en ekki er dregið í riðla mótsins fyrr en í desember.

Alls sóttu 11.264.142 um miða í gegnum vefinn og er því ljóst að gríðarlegur áhugi er fyrir mótinu. Flestar umsóknir komu frá Frakklandi eða 41% af öllum umsóknum. Mun meiri eftirspurn er í miða en framboð og er því ljóst að ekki munu allir fá miða á leikina sem þeir sóttu um.

Það verður dregið úr þeim sem sendu umsókn um miða og á sá dráttur að liggja fyrir 15. ágúst. Þeir sem sóttu um miða þurfa að sjá til þess að innieign sé fyrir miðakaupunum á greiðslukortinu sem notað var við umsóknina. 

Hægt verður að sjá niðurstöðu dráttsins á vef mótsins þar sem miðakaupin fóru fram.

Fleiri miðar verða í boði en þeir fara ekki í sölu fyrr en vitað er hvaða 24 lið keppa í lokakeppninni í Frakklandi.

Smelltu hérna til að lesa nánar um dráttinn.