50 ár frá fyrsta unglingalandsleiknum
Í dag eru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en 22. júlí árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Norðurlandamótinu í Falkenberg í Svíþjóð.
Unglinganefnd KSÍ var þá skipuð þeim Alfreð Þorsteinssyni, formaður, Guðjóni Einarssyni, Jóni B. Péturssyni, Róberti Jónssyni og Erni Steinsen. Þjálfari liðsins var Karl Guðmundsson. Leikaðferð Íslands var 3 – 2 – 5 og var byrjunarliðið þannig skipað:
Markvörður 1 Þorbergur Atlason, Fram | ||||
Varnarmenn 2 Arnar S Guðlaugsson, Fram | ||||
5 Sigurður Sævar Sigurðsson, KR | ||||
3 Sigurbergur Sigsteinsson, Fram | ||||
Miðjan 4 Anton Bjarnason, Fram | ||||
6 Sigurður B Jónsson, Val | ||||
Sóknin 7 Gunnsteinn Skúlason, Val | ||||
8 Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, fyrirliði | ||||
9 Ólafur Lárusson, KR | ||||
10 Sævar Tryggvason, ÍBV | ||||
11 Elmar Geirsson, Fram | ||||
Varamenn 12 Magnús Guðmundsson, KR | ||||
13 Halldór Einarsson, Val | ||||
14 Halldór Björnsson, KR | ||||
15 Karl Steingrímsson, KR | ||||
16 Ragnar Kristinsson, KR (kom inn á fyrir Gunnstein) |
Danir unnu 5:0 með mörkum Lars Jensen (26. mín), Jörgen Henningsen (36. mín), Jörgen Steen Nielsen (60. og 65. mín) og Allan Michaelsen (75. mín).
Til þess að minnast tímamótanna mun KSÍ bjóða leikmönnunum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik A landsliðs karla gegn Kasakstan þann 6. september næstkomandi.