U17 lið kvenna hafnaði í sjöunda sæti á Opna NM
U17 landslið kvenna lék í dag, laugardag, um 7.-8. sætið á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku. Leikið var gegn Englendingum og hófst hann kl. 08:30 að íslenskum tíma. Skemmst er frá því að segja að Ísland vann 1-0 sigur og hafnaði því í sjöunda sæti á mótinu.
Byrjunarliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markmaður: Katrín Hanna Hauksdóttir.
Varnarmenn: Dröfn Einarsdóttir, Kolbrún Eyjólfsdóttir, Elma Dervic og Aníta Daníelsdóttir.
Miðjumenn: Ísold Rúnarsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Stefanía Tryggvadóttir.
Sóknarmenn: Telma Lóa Hermannsdóttir, Ásdís Halldórsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.
Lítið marvert gerðist í fyrri hálfleik. Englendingar voru sterkari og var mikill munur á líkamlegum styrk liðanna. Einu færi hálfleiksins áttu Englendingar og varði Katrín Hanna öll skot sem á markið komu. Í hálfleik komu þær Ásdís og María Sól inn fyrir Telmu Lóu og Katrínu Hönnu. Ásdís slapp ein í gegn og var tekin niður í vítateig á 50. mín. Dómarinn dæmdi að sjálfsögðu víti og skoraði Rannveig örugglega úr því. María Sól fékk gott færi á 55. mín, en skot hennar fór yfir. Ísold og Hlín fóru út af á 56. mín og komu Margrét Árna og Harpa Karen inn. Á 65. mín komu Katrín Mist og Saga Líf inn fyrir Anítu og Stefaníu. Sjö mínútum seinna kom Sólveig Larsen inn fyrir Ásdísi Karen. Íslenska liðið kom allt annað inn í seinni hálfleik og leikmenn börðust eins og ljón. Það var fyrst og fremst þessi mikla barátta sem skóp þennan sæta 1-0 sigur yfir Englandi.