Spánn Evrópumeistari U17 kvenna
Spánn vann í dag Sviss í úrslitaleik í lokamóti U17 kvenna en leikurinn endaði með 5-2 sigri spænska liðsins. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur eins og tölurnar gefa til kynna en svo fór að það var Spánn sem lyfti bikarnum í leikslok.
Spánn byrjaði af krafti í leiknum og skoraði strax á 5. mínútu en Lucía García kom þá liðinu yfir. García var aftur að verki á 12. mínútu en þá kom horn að marki Sviss sem hún skallaði en knötturinn hafði viðkomu í leikmanni Sviss og í netið. Markið skráist á varnarmann Sviss sem stýrði boltanum í markið óviljandi. Spánn hélt boltanum meira og minna eftir mörkin tvö og var staðan 2-0 fyrir spænska liðinu í hálfleik.
Sviss byrjaði betur í seinni hálfleik en það voru samt Spánverjar sem skoruðu en það var aftur sjálfsmark þar sem boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Sviss. Géraldine Reuteler skoraði stuttu síðar fallegt mark með skoti af löngu færi og minnkaði muninn í 3-1.